Seiður Hringsins

/Seiður Hringsins
Loading Events
This event has passed.

Ekkert upphaf enginn endir, aftur og aftur, hring eftir hring.
Þroskinn felst í spírallögun hringsins.

Á þessu 7 vikna grunnnámskeiði um þekkingu hringsins er farið í grunnatriði þess að læra að viðhalda jafnvægi í eigin lífi.
Að skilja hvaða hlutir hafa áhrif og hvers vegna.
Hverjir eru þeir 7 grunnþættir sem hafa sterkust áhrif á allt í lífi okkar og sem verða að vera til staðar til þess að við getum lifað á þessari jörð.
Þegar þekking okkar kemur þá munum við eiga auðveldara með að lifa í jafnvægi við 0kkur og allt í kringum okkur.

Þú færð grunnþekkingu hvað þú þarft að gera til að viðhalda jafnvæginu í lífi þínu.
Þú lærir inn á hvaða element er of eða van í lífi þínu og hvað þú getur gert til þess að skapa jafnvægi.
Þú lærir hvernig þú getur tekið stjórn eigin lífs í þínar hendur.

Meira jafnvægi skapar meiri sátt, meiri gleði, skýrleika, kærleika, styrk og færð skilning á gildum þínum.

Kennslustund er 1 klst og 15 mín. og síðan er verkefnavinna á milli vikna.

Staðsetning: verður auglýst síðar.
Tími: þriðjudagar,kl: 17:00 – 18:15
Verð: 77.777,- krónur
MAX: 7 nemendur
Skráning og nánari upplýsingar: solarmusterid@gmail.com

Innifalið í námskeiðsgjaldinu er:
– fræðsla um hringinn
– aðgangur að efni,
– x2 viðtöl með Sólarljósinu, í upphafi og síðan eftir námskeið.
– Hún mun einnig skapa rými fyrir þig á meðan námskeiði stendur.
– Heimsókn og athöfn að friðarhringnum
– Þekking um það hvernig þú skapar þitt eigið hjól. .

UM kennarann.
Sigríður Ásný Sólarljós hefur alla tíð verið upptekinn af fræðum indíána Norður Ameríku og þar kynnist hún þekkingu hringsins. Árið 2013 er bygður hringur á fæðingarstað hennar og er hún verndari þess hrings. Þegar hringurinn er byggður hefst ákveðið ferli þar sem hún fer að skoða hringinn og finnur þá tengingu við fornar rætur Íslands og hina helgu staði landsins þar sem þekking hringsins hefur verið til staðar.
Einnig hefur hún verið send víða um landið til þess að finna og virkja hina helgu staði til þess að tengja þá og skapa jafnvægi á ný og er það ferli enn í vinnslu og mun vera og erfast til næstu kynslóða.